top of page
Anchor 2

VELKOMIN Á ÚTSKRIFTARSÝNINGUNA MÍNA

  • Facebook Black Round
  • Instagram

Ég heiti Gígja Sif og er Hafnfirðingur í húð og hár. Fólki finnst það stundum óþolandi hvað ég lofsyng Hafnarfjörðinn mikið, en þar þykir mér bara best að vera. 


Ég á eina þriggja ára dóttur með kærastanum mínum og er önnur á leiðinni í júlí. Það er mikil til­hlökkun á okkar heimili fyrir því. 


Eftir að ég kláraði Flensborg, jólin 2013, var planið að fara í háskóla í Danmörku. Við fluttum til Álaborgar og hófum nám í Álaborgarháskóla. Þar kynntist ég áhuga mínum á hönnun. Brautin mín hét „Arkitekt og Design“ og var þetta iðnhönnunarverkfræði. Í skólanum notuðum við mikið InDesign og elskaði ég það. Skólinn einkennist af mikilli hópavinnu og var ég þá alltaf í hóp með dönum sem skrifuðu verkefnin okkar en ég setti þau upp í InDesign, því ekki var ég að fara skrifa góðan texta á dönsku.


Svo þegar við fluttum aftur heim og ég kláraði fæðingarorlofið mitt, fann ég þetta nám í Tækniskólanum og skráði mig. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í og viðurkenni að ég þekki þennan „bransa“ voða lítið. Mér hefur fundist gaman að læra, en það er bara alls ekki sjálfgefið.
 

Ég hlakka til að kynnast iðngreininni betur eftir fæðingarorlofið.

Anchor 1
bottom of page